Starfsfólk utan deilda

Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri

Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri

Þórunn hefur verið leikskólastjóri í Rofaborg síðan 1993. Þórunn lauk prófi frá Fósturskóla Íslands árið 1981 og M.ed prófi í skólastjórnun frá K.H.Í vorið 2001. Vorið 2014 útskrifaðist Þórunn með diplómu í Opinberri stjórnsýslu frá H.Í fyrir stjórnendur í opinberum rekstri.  Áður starfaði Þórunn í leikskólunum Holtaborg, Efstahjalla í Kópavogi og Fálkaborg.

Nánar um starfsmann >>


Guðlaug Kristinsdóttir - leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri

Guðlaug Kristinsdóttir - leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri

Gulla tók við starfi aðstoðarleikskólastjóra í júní 2016 en fram að því var hún deildarstjóri. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1997. Hún kom fyrst í Rofaborg sumarið 1996 og hefur starfað hér nær óslitið síðan. Árin 2003-2005 bjó hún þó í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni og starfaði í leikskóla þar. Áður en Gulla hóf nám í Fósturskólanum vann hún í leikskólanum Sunnuhlíð við Kleppsspítala. Gulla er frá Hellu en hefur búið í Árbænum síðan 1994.

Nánar um starfsmann >>


Laufey Björnsdóttir -  þroskaþjálfi og sérkennslustjóri

Laufey Björnsdóttir - þroskaþjálfi og sérkennslustjóri

Laufey hóf störf í Rofaborg í maí 2014. Hún hefur áður starfað á Rofaborg á árunum 2010 -2013. Laufey lauk háskólaprófi í Þroskaþjálfafræðum frá H.Í. vorið 2014. Fóltbolti er áhugamál Laufeyjar, hún æfir með úrvalsdeildarliði Vals.

Nánar um starfsmann >>