Alicja Papke starfsmaður
Alicja byrjaði á Þrastalandi í ágúst 2018. Alicja hefur áður unnið á leikskóla í Hafnarfirði.

Ingibjörg Guðbrandsdóttir - leikskólakennari og deildarstjóri
Imba hefur langan og tryggan starfsaldur í Rofaborg, síðan 1992. Hún lauk leikskólakennaraprófi frá gamla Fósturskóla Íslands 1983. Ingibjörg starfaði áður á leikskólanum Dyngjuborg.

Margrét Eyrún Reynisdóttir - leikskólaliði
Maddý er aðstoðardeildarstjóri á Þrastalandi. Maddý hefur átt langt og farsælt starf í Rofaborg síðan 1989. Maddý lauk leikskólaliðanámi vorið 2007. Maddý hefur einnig starfað á leikskólunum Múlaborg og Hlíðarborg í Reykjavík hér á árum áður.

Sondy Johansen - leikskólaliði
Sondy er starfsmaður á Þrastalandi. Hún lauk leikskólaliðanámi í desember 2011. Sondy hefur starfað á Rofaborg síðan árið 2000.

Sigita Vernere
Sigita byrjaði á Rofaborg í ágúst 2015. Hún byrjaði á að vinna sem aðstoðarmanneskja í eldhúsi í rúmlega ár en hefur verið starfsmaður á deild síðan, fyrst á Lóulandi og nú á Þrastalandi. Sigita starfaði áður í Rúmfatalagernum.