Starfsmannalisti

Starfsfólk utan deilda

Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri

Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri

Þórunn hefur verið leikskólastjóri í Rofaborg síðan 1993. Þórunn lauk prófi frá Fósturskóla Íslands árið 1981 og M.ed prófi í skólastjórnun frá K.H.Í vorið 2001. Vorið 2014 útskrifaðist Þórunn með diplómu í Opinberri stjórnsýslu frá H.Í fyrir stjórnendur í opinberum rekstri.  Áður starfaði Þórunn í leikskólunum Holtaborg, Efstahjalla í Kópavogi og Fálkaborg.

Nánar um starfsmann >>


Guðlaug Kristinsdóttir - leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri

Guðlaug Kristinsdóttir - leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri

Gulla tók við starfi aðstoðarleikskólastjóra í júní 2016 en fram að því var hún deildarstjóri. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1997. Hún kom fyrst í Rofaborg sumarið 1996 og hefur starfað hér nær óslitið síðan. Árin 2003-2005 bjó hún þó í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni og starfaði í leikskóla þar. Áður en Gulla hóf nám í Fósturskólanum vann hún í leikskólanum Sunnuhlíð við Kleppsspítala. Gulla er frá Hellu en hefur búið í Árbænum síðan 1994.

Nánar um starfsmann >>

Read more

Starfsfólk Svanalands

Harpa Dís Úlfarsdóttir

Harpa Dís kom til starfa í Rofaborg í september 2016. Harpa Dís hefur áður starfað í leikskólunum Aðalþingi í Kóparvogi og Laugasól í Reykjavík. Í frítímanum æfir Harpa Dís Cross Fit

Nánar um starfsmann >>


Elín Jónsdóttir - leikskólaliði og deildarstjóri

Elín Jónsdóttir - leikskólaliði og deildarstjóri

Elín á langan og farsælan starfsaldur í Rofaborg, frá árinu 1990. Elín hefur lengst af verið með yngstu börnin á bænum, áður var hún á deild með 3ja - 5 ára börn. Elín lauk leikskólaliðanámi árið 2007. Áður starfaði Elín í leikskólanum Barónsborg og fyrir löngu síða hjá Bæjarútgerðinni sem þá var og hét.

Nánar um starfsmann >>


Theodóra Gunnarsdóttir

Theodóra Gunnarsdóttir

Theodóra byrjaði á Svanalandi í september 2015. Hún er með háskólamenntun í stjórnmálafræðum. Áður hefur Theodóra starfað með öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimili.

Nánar um starfsmann >>


Karen Ósk Jónsdóttir

Karen Ósk Jónsdóttir

Karen Ósk kom á Þrastaland í mars 2015. Karen Ósk hefur starfað í Rofaborg frá hausti 2013. Hún var á Lóulandi þann vetur og kom aftur eftir fæðingarorlof á Þrastaland. Við erum heppin að fá Karen Ósk aftur til starfa, nú á Svanaland. Karen Ósk er með stúdentspróf og vonandi verður hún leikskólakennari í framtíðinni.

Nánar um starfsmann >>

Read more

Starfsfólk Þrastalands

Alicja Papke starfsmaður

Alicja byrjaði á Þrastalandi í ágúst 2018.  Alicja hefur áður unnið á leikskóla í Hafnarfirði. 

Nánar um starfsmann >>


Ingibjörg Guðbrandsdóttir - leikskólakennari og deildarstjóri

Ingibjörg Guðbrandsdóttir - leikskólakennari og deildarstjóri

Imba hefur langan og tryggan starfsaldur í Rofaborg, síðan 1992. Hún lauk leikskólakennaraprófi frá gamla  Fósturskóla Íslands 1983. Ingibjörg starfaði áður á leikskólanum Dyngjuborg.

Nánar um starfsmann >>


Margrét Eyrún Reynisdóttir - leikskólaliði

Margrét Eyrún Reynisdóttir - leikskólaliði

Maddý er aðstoðardeildarstjóri á Þrastalandi.  Maddý hefur átt langt og farsælt starf í Rofaborg síðan 1989. Maddý lauk leikskólaliðanámi vorið 2007. Maddý hefur einnig starfað á leikskólunum Múlaborg og Hlíðarborg í Reykjavík hér á árum áður.

Nánar um starfsmann >>


Sondy Johansen - leikskólaliði

Sondy Johansen - leikskólaliði

Sondy er starfsmaður á Þrastalandi. Hún lauk leikskólaliðanámi í desember 2011.  Sondy hefur starfað á Rofaborg síðan árið 2000.

Nánar um starfsmann >>


Sigita Vernere

Sigita Vernere

Sigita byrjaði á Rofaborg í ágúst 2015. Hún byrjaði á að vinna sem aðstoðarmanneskja í eldhúsi í rúmlega ár en hefur verið starfsmaður á deild síðan, fyrst á Lóulandi og nú á Þrastalandi. Sigita starfaði áður í Rúmfatalagernum.

Nánar um starfsmann >>

Read more

Starfsfólk Krummalands

Margrét Sæmundsdóttir

Margrét Sæmundsdóttir kom til starfa í Rofaborg í september 2017.  Margrét var að ljúka stúdentsprófi frá M.S.  Margrét er úr Árbænum og var á Rofaborg þegar hún var leikskólanemandi.  Margrét er mjög áhugasöm um starfið og það sem meira er að hún er söngelsk og listræn.

Nánar um starfsmann >>


Valgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir Sverrisdóttir - deildarstjóri

Valgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir Sverrisdóttir - deildarstjóri

Vallý kom til starfa í Rofaborg í febrúar 2015 sem starfsmaður á Krummalandi. Hún tók við starfi deildarstjóra í september 2017.  Vallý er lærður leikskólaliði og stundar viðbótarnám í leikskólaliðafræðum með vinnu.  Vallý vann í leikskólanum Blásölum í tvö ár og í leikskólanum Heiðarborg í 7 ár. Vallý er mikill söngfugl og hefur lært söng, sem nýtist vel í leikskólanum.

Nánar um starfsmann >>


Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður hóf störf í Rofaborg haustið 2015. Hún er með B.A í sálfræði og hefur sérhæft sig í atferlisþjálfun. Áður starfaði Sigríður í leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ. Sigríður er Skagfirðingur og er stolt af því.

Nánar um starfsmann >>

Read more

Starfsfólk SpóalandsBjörk Björnsdóttir - deildarstjóri

Björk Björnsdóttir - deildarstjóri

Björk hóf störf í Rofaborg í ágúst 2016. Fyrst sem starfsmaður á Lóulandi en í september 2017 tók hún við starfi deildarstjóra á Spóalandi. Björk lauk B.ed. námi í kennslu yngri barna frá Háskóla Íslands vorið 2016. Björk þjálfar yngri flokka í fótbolta og jafnframt æfir hún og spilar með úrvalsliði HK-Víkings.

Nánar um starfsmann >>


Eva Hermannsdóttir - leikskólaliði.

Eva Hermannsdóttir - leikskólaliði.

Eva byrjaði í Rofaborg í febrúar 2008 sem starfsmaður á Þrastalandi og Krummalandi. Þaðan lá leið hennar á Spóaland og á Lóuland, nú er hún á Spóaland. Hún hafði áður starfað í leikskólanum Hálsaborg. Eva hefur einnig starfað við danskennslu ungra barna. Eva lauk leikskólaliðanámi í desember 2011.

Nánar um starfsmann >>

Read more

Starfsfólk Lóulands

Ewelina Kacprzycka

Ewelina Kacprzycka

Ewelina byrjaði í Rofaborg í ágúst 2016. Áður starfaði hún í leikskólanum Sælukoti.  Ewerlina er menntuð í markaðsfræði og stjórnun frá háskóla í Póllandi.      

Nánar um starfsmann >>

Read more

Starfsfólk eldhúss

Renata Henryka Krawczyk

Renata er yfirmaður eldhússins. Hún kom í Rofaborg í apríl 2017.  Renata er lærður matartæknir og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða í matargerð og námskeið í örverufræðum.

Nánar um starfsmann >>


Anusorn Thairasert

Anusorn

Anusorn kom til starfa í janúar 2017. Anusorn starfaði áður í eldhúsi Klettaborgar í nokkur ár.

Nánar um starfsmann >>

Read more