Starfsreglur foreldraráðs

Starfsreglur
foreldraráðs Rofaborgar

1.grein.

Reglur þessar gilda um starfsemi foreldraráðs við leikskólann Rofaborg í Reykjavík.

2.grein.

Foreldraráð starfar og er kjörið skv. ákvæðum 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Leikskólastjóri
hefur frumkvæði að kosningu ráðsins á almennum foreldrafundum. Kosningin fer
fram á haustmánuðum ár hvert.

3. grein.

Leikskólastjóri boðar nýkjörið foreldraráð til fyrsta fundar. Á fyrsta fundi skiptir
foreldraráð með sér verkum (formaður – ritari – varaformaður). Formaður
undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá. Ráðið skráir fundargerðir um
það sem fram fer á fundum. Þær skulu varðveittar á skrifstofu leikskólans, og
gerðar aðgengilegar á heimasíðu leikskólans eftir því sem aðstæður leyfa.

4.grein.

Foreldraráð skal setja sér starfsáætlun fyrir komandi skólaár. Í áætlun skal gera grein
fyrir sameiginlegum fundum ráðsins og leikskólastjóra á skólaárinu, en þeir eru
ákveðnir í samvinnu við leikskólastjóra.

Foreldraráði er látin í té aðstaða og veittur nauðsynlegur aðgangur að skólahúsnæðinu, búnaði og skrifstofuþjónustu, s.s. prentun, ljósritun og póstdreifingu eftir því sem frekast er unnt.

Fundir foreldraráðs eru lögmætir ef meira en helmingur ráðsmanna er mættur.

5. grein.

Foreldraráð tekur drög að starfsáætlun leikskólans næsta vetrar til umfjöllunar og umsagnar
að vori. Foreldraráð getur, ef þörf þykir, boðað leikskólastjóra og aðra
starfsmenn skólans til fundar til umræðu um drögin. Foreldraráð gefur skriflega
umsögn um starfsáætlun skólans og skal hún send leikskólastjóra eigi síðar en
30 dögum eftir að það fær hana til umsagnar.

Foreldraráð afhendir leikskólastjóra afrit af erindum og umsögnum er varða skólann og skólahald, þegar þær eru sendar öðrum aðilum.

6. grein.

Leikskólastjóri sér um að starfsreglur foreldraráðsins séu kynntar foreldrum, t.d  með birtingu þeirra á heimasíðu skólans. Þar skulu einnig koma fram nöfn og netföng fulltrúa í foreldraráði.

7. grein.

Foreldraráð fylgist með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana, s.s. starfsáætlunar
innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Ráðið hefur umsagnarrétt
um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Foreldraráð starfar í samvinnu við stjórn foreldrafélags skólans sé það starfandi, í því skyni að stuðla að
gagnkvæmri miðlun upplýsinga.

8.grein.

Ef foreldrar eru ósáttir eða hafa athugasemdir um skólahaldið geta þeir komið
athugasemdum til foreldraráðs ef aðrar leiðir eru ófærar.

Foreldraráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skólans.

9. grein.

Sé lögum og reglum um leikskóla eða áætlunum um skólahald ekki framfylgt að mati
foreldraráðs ber því að tilkynna það til menntamálaráðuneytisins enda hafi
ábendingum þess til leikskólastjóra og/eða skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar ekki verið sinnt.

10. grein.

Foreldraráðsfulltrúum er skylt að gæta trúnaðar varðandi upplýsingar um einstaklinga, nemendur,
kennara eða aðra sem þeir verða áskynja um í starfi sínu.

Leikskólastjóri kynnir foreldraráðsfulltrúum sérstaklega þagnarskyldu þeirra, sem og ákvæði 2. mgr. 8.
gr. á fyrsta fundi ráðsins.

Samþykkt á fundi foreldaráðs

Rofaborg, 9. apríl 2014