Foreldraráð

Foreldraráð Rofaborgar 2018 - 2019

 

Ólafur Jónsson faðir Laufeyjar Heklu Karenar á Spóalandi - This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ágústa Ósk Einars Sandholt móðir Einars Andra á Lóulandi - This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Íris Dögg Gunnarsdóttir móðir Dalíu Daggar á Lóulandi - This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þórður Ingi Guðmundsson faðir Seifs Sölva á Lóulandi og Óðins Loga á Svanalandi  -This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

          

Foreldraráð í leikskólum

Samkvæmt lögum um leikskóla, nr. 90/2008, skal vera starfandi foreldraráð við
hvern leikskóla.
. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar.
. Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu í foreldraráð.
. Foreldrar kjósa fulltrúa sína í foreldraráð í september ár hvert til eins árs í senn.
. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.
. Foreldraráð setur sér sjálft starfsreglur .

 

Kosning í foreldraráð

Í september ár hvert skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í foreldraráð með því að
boða alla foreldra formlega til fundar með tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboðinu kemur fram hlutverk foreldraráðs samkvæmt lögum um leikskóla, nr. 90/2008.Framboð og kosning fara fram á sama fundi, kosið er til eins árs. Allir foreldrar hafa kosningarétt og kjörgengi.

Atkvæðagreiðslan skal vera leynileg en leikskólastjóra er þó heimilt að leggja til á fundinum að
atkvæði skuli greidd með handauppréttingu en til þess þarf samþykki meirihluta fundarmanna.
Hlutverk foreldraráðs er að:
. Gefa umsagnir til leikskólans og skóla- og frístundaráðs um :
. skólanámskrá
. starfsáætlun
. aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans

Skóla- og frístundaráð verður að samþykkja skólanámskrá og starfsáætlun. Til að hægt sé að leggja
þær fyrir ráðið þarf umsögn foreldraráðs að liggja fyrir.

. Fylgjast með :
. framkvæmd skólanámskrár
. framkvæmd annarra áætlana innan leikskólans
. að skólanámskrá, starfsáætlun og aðrar áætlanir leikskólans séu kynntar fyrir foreldrum.

Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfinu.

Foreldraráð fjallar ekki um málefni einstakra barna eða starfsmanna.